Ferðamáti framtíðarinnar

Dæmi um farþegavagn í Shweeb-kerfinu.
Dæmi um farþegavagn í Shweeb-kerfinu.

Netrisinn Google hefur fjárfest fyrir eina milljón Bandaríkjadala í nýju samgöngukerfi sem er frumleg blanda af reiðhjóli og lestarkerfi. Farþegarnir knýja lítinn vagn sem er áfastur teinum á loftbitum með því að snúa pedölum eins og þeir væru að hjóla á jörðu niðri.

Það er Ástralinn Geoffrey Barnett sem hannaði kerfið en markmið þess er að bjóða upp á einfaldan og mengunarlausan ferðamóta í borgum.

Eins og sjá má myndinni hér fyrir ofan rúmar hver vagn aðeins einn farþega. Ganga vagnarnir eftir einföldu járnbrautarspori sem hvílir á styrktarbitum sem aftur hvíla á súlum.

Google hefur nú ákveðið að styðja Barnett en hann hlaut verðlaun í samkeppni fyrirtækisins um hugmyndir sem breytt geta heiminum.

Þá á svo eftir að koma í ljós hvort þessir fótstignu vagnar komast nokkru sinni í útbreidda notkun.

Sýn listamanns á kerfið.
Sýn listamanns á kerfið.
mbl.is
Hársnyrtistóll með pumpu
Góður og þægilegur hársnyrtistóll auðvelt að skipta um áklæði. Verðhugmynd 15-20...
STOFUSKÁPUR
Stofuskápur til sölu verð 20,000 uppl 8983324...
Skrifborðsnuddari Verð 14.900 Olíu og vatnsheldur
Skrifborðsnuddari Verð 14.900 Olíu og vatnsheldur Ferðataska fylgir beige og...
Tölva til sölu
Til sölu Dell Optiplex GX620 borðtölva ásamt skjá, lyklaborði og mús. Er með Win...
 
Kennarar óskast
Önnur störf
Kennarar óskast Handverks- og hússtjór...
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...