Mun minni samdráttur en menn áttu von á

Margir hafa orðið fyrir vonbrigðum með hversu lítill samdrátturinn hefur ...
Margir hafa orðið fyrir vonbrigðum með hversu lítill samdrátturinn hefur verið milli ára. Reuters

Losun koltvísýrings dróst saman á síðasta ári miðað við fyrri ár vegna kreppunnar. Samdrátturinn var hins vegar ekki nærri jafn mikill og menn áttu von á og er búist við að losunin muni brátt aukast á ný.

Þetta er á meðal niðurstaðna rannsóknar sem var gerð á losun gróðurhúsalofttegunda síðasta ári, en hún var birt í vísindaritinu Nature Geoscience viku áður en loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst.

Fram kemur að mikill samdráttur hafi mælst hjá iðnríkjunum en aukning hafi mælst hjá helstu þróunarríkjunum, að því er fram kemur á vef BBC.

Er því spáð í skýrslunni að losun gróðurhúsalofttegund muni aukast á næsta ári um 3% og sú þróun muni halda áfram næstu árin.

„Við komumst að því að losun vegna bruna jarðefnaeldsneytis dróst saman um 1,3% árið 2009, sem er mikið,“ segir vísindamaðurinn Pierre Friedlingstein, sem fór fyrir rannsókninni. Hann starfar hjá Exeter-háskóla í Bretlandi.

„Miðað við þjóðarframleiðsluspárnar í fyrra, þá áttum við von á mun meiru,“ segir hann. 

„Ef þú hugsar aðeins um þetta, þá jafngildir þetta um fjögurra daga losun. Þetta er algjört smáræði,“ segir hann í samtali við breska ríkisútvarpið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

VAÐNES-sumarbústaðalóðir
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...