Líkan sem hermir eftir öllu

Að sögn vísindamannanna sem standa að verkefninu vita menn meira …
Að sögn vísindamannanna sem standa að verkefninu vita menn meira um upphaf alheimsins heldur en þeir vita um jörðina. Reuters

Hópur alþjóðlegra vísindamanna vinnur nú að smíði hermilíkans sem ætlað er að líkja eftir öllu því sem gerist á jörðinni, allt frá breytingum á veðri til alþjóðlegra viðskipta.

Líkaninu, sem kallast á ensku Living Earth Simulator (LES), er ætlað að flýta fyrir skilningi vísindamanna á því sem er að gerast á jörðinni. Taka saman upplýsingar um áhrif manna á samfélög og umhverfisþætti sem hafa áhrif náttúruna, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins.

„Mörg þeirra vandamála sem við glímum við í dag - eins og samfélag- og efnahagslegur óstöðugleiki, stríð, útbreiðsla sjúkdóma - tengjast mannlegri hegðun, en svo virðist sem að menn hafi lítinn skilning á því hvernig samfélög og hagkerfi virka,“ segir dr. Helbing, sem starfar hjá Svissnesku tæknistofnuninni, sem stýrir FuturICT sem hyggst smíða hermilíkanið.

Að sögn Helbing vita menn núna meira um upphafsár alheimsins heldur en þeir vita um jörðina, þökk sé verkefnum eins og öreindahraðlinum sem CERN smíðaði.

Nú þurfi menn þekkingarhraðal fyrir ólíka þekkingu.

Nánar er fjallað um málið á vef BBC.

Vitum við hvað er að gerast á jörðinni?
Vitum við hvað er að gerast á jörðinni? Reuters
Vísindamenn vilja líkja eftir náttúrunni...
Vísindamenn vilja líkja eftir náttúrunni... Reuters
og samfélögum.
og samfélögum. Reuters
Verður líkaninu því ekkert mannlegt eða náttúrulegt óviðkomandi.
Verður líkaninu því ekkert mannlegt eða náttúrulegt óviðkomandi. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert