Skýringin á skallanum fundin?

Skalli fer ekki í manngreinaálit og á meðal þeirra sem ...
Skalli fer ekki í manngreinaálit og á meðal þeirra sem hafa misst hárið er franska knattspyrnugoðið Zinedine Zidane. Reuters

Vísindamenn við háskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum telja sig hafa komist að raun um hvers vegna karlmenn verða sköllóttir. Þeir segja að þetta snúist ekki einvörðungu um hárlos, heldur frekar um það hvernig ný hár verða til.

Að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins snýst þetta um „framleiðslugalla“. Nýju hárin séu svo lítil að þau sjáist ekki. Í staðinn sjá menn skalla eða há kollvik.

Niðurstöður vísindamannanna eru birtar í Journal of Clinical Investigation. Þeir segja að rekja megi þennan galla til stofnfruma sem búa til hár, og byggja niðurstöður sínar á hárnákvæmum vísindum.

Þeir vonast til þess að hægt verði að finna „lækningu“ við skalla, með því að laga stofnfrumurnar. Þ.e. að þær starfi með eðlilegum hætti.

Líklegast yrði meðalið krem sem menn myndu bera á hársvörðinn. Þannig myndi hárframleiðslan, eða hárvöxturinn, aftur verða eðlilegur.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Sherlock er rúmlega eins árs og sást sí
Sherlock er rúmlega eins árs og sást síðast 30. Nóvember um svona 6 leitið. Hann...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Sangyong Rexton 2006
7 manna, dökkar rúður, krókur, ssk, dísel, ekinn 200 km, Verð 990.000 Skoða ...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins....
Framhaldsuppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...