Sólstormur í vændum

Sólin.
Sólin.

Samskipta- og raforkukerfi á jörðinni gætu truflast í kjölfar stærsta sólgoss sem orðið hefur í fjögur ár. Gosið varð í gær og hefur breska jarðvísindastofnunin gefið út jarðsegulstormviðvörun.

Óútreiknanleg gos á sólinni geta truflað nútímatæki á jörðinni eins og raforkukerfi, samskiptakerfi og gervihnetti, þar á meðal þá sem senda GPS-merki til jarðarinnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir frá þessu á vefsíðu sinni í dag.

Jafnvel má gera ráð fyrir að íbúar á norðanverðum Bretlandseyjum geti séð norðurljós næstu daga en þau hafa þegar sést sunnar en venjulega í Norður-Írlandi og víðar á eyjunum.

Segja vísindamenn að sólin sé að vakna á ný eftir að hafa verið tiltölulega óvirk undanfarin ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert