Ætlar að framleiða dísel með sól og vatni?

Stöðugt er verið að leita að nýjum orkugjöfum.
Stöðugt er verið að leita að nýjum orkugjöfum.

Bandaríska líftæknifyrirtækið Joule Unlimited segist geta framleitt eldsneyti á bíla og flugvélar með sömu þáttum og fá gras til að vaxa.

Fyrirtækið, sem staðsett er í Cambridge Massachusetts, kveðst hafa fundið upp erfðafræðilegt fyrirbæri sem gefur frá sér eldsneyti eða etanól þar sem sól, vatn og koldíoxíð er að finna.  Erfðafræðileg ræktun fyrirtækisins muni gera því kleyft að framleiða eldsneyti á áður óþekktu verði. Heimurinn geti í kjölfarið orðið óháður hefðbundnum orkulindum og tæknin tryggi að ekki muni þurfa að styðjast við olíu og bensín í framtíðinni.

Framkvæmdastjóri hins bandaríska fyrirtækis, Bill Sims, kveðst vita að hann lofi miklu en að ekki eigi að vera neitt mál að standa við loforðin. Fullyrðingum Joule Unlimited hefur þó verið tekið með varúð og margir vísindamenn efast um að fyrirtækið geti staðið við stóru orðin. Vísindamenn sem fást við endurnýtanlega orkugjafa segja tæknina vissulega spennandi en ósannaða og eins gæti reynst erfitt að nýta orkuna ef tækist að framleiða hana.

Timothy Donohue við háskólann í Wisconsin segir að aðferðin gæti heppnast, en að Joule Unlimited verði að sanna mál sitt og verulegar líkur séu á því að tilraunin mistakist. Framkvæmdastjóri Joule er hins vegar kokhraustur og segir að efi hafi alltaf ríkt meðal fólks er fram hafi komið byltingarkennd tækni sem umbreyti heiminum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert