Hayabusa á hraðferð

Í fyrsta sinn í 14 ár hafa Japanar svipt hulunni af nýrri háhraðalest. Lestin, sem kallast Hayabusa, var tekin í notkun í Tókýó í dag. Hún getur náð 300 km hraða og er sú hraðskreiðasta í Japan.

Árið 2012 mun lestin komast örlítið hraðar eða 320 km hraða á klukkustund. Hún þykir vera umhverfisvæn og er útbúin nýjustu tækni og nútímaþægindum.

Lestin fylgir Tohuko línunni til borgarinnar Aomori, sem er um 700 km norður af Tókýó.

Fyrsta háhraðalestin í Japan var kynnt til sögunnar fyrir tæpri hálfri öld, eða árið 1964.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert