Ódýrari efnarafall fundinn upp

Vetnisáfyllingarstöð hefur verið opnuð hér á landi. Nýja uppfinningin getur …
Vetnisáfyllingarstöð hefur verið opnuð hér á landi. Nýja uppfinningin getur mögulega greitt vetnisbílum leið. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Bandarískir vísindamenn hafa kynnt nýja aðferð við smíði ódýrra vetnisknúinna efnarafala. Slíkir rafalar gætu nýst við að knýja vetnisbíla framtíðarinnar.

Vísindamennirnir starfa við Case Western Reserve háskólann í Cleveland í Ohio. Þeir segja að hvatar sem gerðir eru úr örpípum úr kolefni (carbon nanotubes) og dýft er í fjölliðulausn geti gefið betri árangur en hefðbundnir platínuhvatar og kosti miklu minna.

Nýja aðferðin getur mögulega hrundið úr vegi helstu hindruninni fyrir notkun efnarafala, en það er hve dýrir hvatarnir hafa verið. Um fjórðungur af verði efnarafala hefur verið vegna notkunar platínu. Kíló af platínu kostar um 7,5 milljónir kr. en kolefnisörpípurnar einungis um 11.400 kr kílóið.

Nýi efnarafallinn framleiddi jafn mikla orku í tilraunastofunni og efnarafall sem gerður var með hefðbundinni efnanotkun. Vísindamennirnir telja að þeir geti aukið afkastagetu nýja efnarafalsins enn meira.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert