Ósonlagið hefur aldrei verið þynnra

Ósoneyðandi efni og kaldur vetur þynna ósonlagið.
Ósoneyðandi efni og kaldur vetur þynna ósonlagið. Einar Falur Ingólfsson

Samkvæmt Alþjóðaveðurfræðistofnuninni hefur ósonlagið yfir Norðurheimskautinu hefur aldrei verið þynnra.

Ósonlagið minnkaði um 40% frá upphafi vetrar og fram í mars en þegar það var áður sem minnst, var minnkunin 30% á sama tímabili.

Í tilkynningu frá stofnuninni segir að sökudólgarnir séu mikið magn ósoneyðandi efna í andrúmsloftinu og afar kaldur vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert