25 milljónir fleiri notendur í hættu

Japanski raftækjaframleiðandinn Sony segir að óprúttnir aðilar hafi komist yfir persónuupplýsingar 25 milljónir notenda PlayStation Network til viðbótar við þær 77 milljónir sem áður hafði verið tilkynnt um.

Fyrirtækið hyggst bregðast við með því að uppfæra kerfið með öryggisviðbótum og breyta lykilorðum allra notenda þess.

Málið hefur þegar leitt til málsókna gegn fyrirtækinu og opinberra rannsókna bæði í Bandaríkjunum og Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert