Notendur IE greindarskertir?

Getur val fólks á vöfrum gefið vísbendingar um andlega getu ...
Getur val fólks á vöfrum gefið vísbendingar um andlega getu þess? Reuter

Notendur Internet Explorer-vafrans eru með lægri greindarvísitölu en notendur annarra vafra. Þetta eru niðurstöður rannsóknar ráðgjafarfyrirtæki sem nefnist AptiQuant. Þetta kemur fram á vef BBC.

Við rannsóknina voru þátttakendur látnir taka greindarvísitölupróf og niðurstöður þeirra bornar saman við hvaða vafra þeir studdust við.

Notendur Internet Explorer voru með lægri greindarvísitölu að meðaltali en notendur sem studdust við Google Chrome, Firefox og Safari. Notendur Camino og Opera mældust greindastir.

Niðurstöðurnar hafa kallað fram reiði á meðal stuðningsmanna Internet Explorer sem hafa hótað AptiQuant lögsókn.

Um 100.000 einstaklingar tóku þátt í rannsókninni. Niðurstöðurnar voru þær að greindarvísitala þeirra, sem nota Internet Explorer, var að meðaltali rétt rúmlega áttatíu. Greindarvísitala Chrome, Firefox og Safari var að meðaltali rúmlega 100 og notendur Opera og Camino voru með greindarvísitölu upp á rúmlega 120 að meðaltali.

AptiQuant hefur lagt áherslu á að það að nota Internet Explorer þýði ekki að viðkomandi hafi lága greindarvísitölu. „Það þýðir í raun að ef þú hefur lága greindarvísitölu eru góðar líkur á því að þú notir Internet Explorer,“ sagði framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

David Spiegelhalter, prófessor í tölfræði við Cambridge-háskóla, segist í samtali við BBC hafa umtalsverðar efasemdir um niðurstöðurnar. „Niðurstöðurnar gefa til kynna að notendur Internet Explorer séu með greindarvísitölu í kringum 80. Þá er viðkomandi á jaðri þess að teljast þroskaheftur - nánast ekki fær um takast á við heim fullorðinna.“

„Þessar tölur eru mjög óeðlilega lágar og móðgun við notendur Internet Explorer.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
Skólafrí í Biskupstungum, Eyjasól ehf.
Lausar helgar og vikur í hlýjum og góðum sumarh. Rúm fyrir 5-6. Leiksvæði. Stut...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
HERRAMENN ÚTI Á LANDI- EF ÞIÐ HAFIÐ EKKI TIMA Í BÚÐARRÁP MEÐ FRÚNNI.
þÁ ER EG TIL STAÐAR . Öruggur bíll og bílstjóri- sækji á flugvöll eða rútu- veit...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...