McDonald's birtir tölur um fjölda hitaeininga

McDonald's Big Mac-hamborgari inniheldur 490 hitaeiningar.
McDonald's Big Mac-hamborgari inniheldur 490 hitaeiningar. mbl.is/Árni Torfason

Um 1.200 McDonald's veitingastaðir í Bretlandi ætla að birta á matseðlinum fjölda hitaeininga í hverjum rétti og hverjum drykk sem boðið er upp á. Þetta þýðir að þeir sem fá sér Big Mac fá skýrar upplýsingar um að hann inniheldur 490 hitaeiningar.

McDonald's hefur um nokkurt skeið birt tölur um fjölda hitaeininga í hverjum rétti á heimasíðu fyrirtækisins. Upplýsingar eru líka birtar á matseðlum í Bandaríkjunum, en árið 2008 setti New York-fylki lög sem kváðu á um að veitingahús yrðu að tilgreina hversu margar hitaeiningar væru í réttum sem þau bjóða upp á.

Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem veitingahúsakeðjan birtir upplýsingar um fjölda hitaeininga á veitingahúsum utan Bandaríkjanna. Ákvörðun um þetta er líka tekin án þess að fyrirtækið sé þvingað til að gera það á grundvelli laga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert