Sæðisbanki hafnar rauðhærðum

Það er ekki mikil eftirspurn eftir sæði rauðhærðra karla í …
Það er ekki mikil eftirspurn eftir sæði rauðhærðra karla í sæðisbankanum. mbl.is

Danski sæðisbankinn Cryos er nú farinn að afþakka innlegg frá rauðhærðum sæðisgjöfum vegna takmarkaðrar eftirspurnar eftir sæði þeirra. Geymslur bankans eru nú fullar og um 600 sæðisgjafar á biðlista eftir að fá að leggja inn.

Þetta kemur fram í Ekstrabladet. Ole Schou, bankastjóri þessa stærsta sæðisbanka í heimi, segir að bankinn geymi nú meira en 70 lítra af sæði. Þeir hafni stöðugt nýjum innleggjum og nú séu 600 gjafar á biðlista.

Sumum er frekar hafnað en öðrum. Þeirra á meðal eru rauðhærðir karlar. „Það eru of margir rauðhærðir miðað við eftirspurnina. Ég held að maður velji ekki rauðhærðan sæðisgjafa, nema makinn - t.d. ófrjór eiginmaður - sé rauðhærður, eða vegna þess að einhleyp kona kjósi rauðhærða. Það er sérstaklega lítið um þessar síðasttöldu,“ sagði Schou.

Það eru þó ekki allir sem fúlsa við framlögum hinna rauðhærðu. „Við seljum til Írlands. Þar gengur það út eins og heitar lummur,“ sagði Schou. Mikil eftirspurn er eftir sæði dökkhærðra og brúneygðra karla í Suður-Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert