Apple býður til iPhone-fundar

Iphone 4. Von er á iPhone 5 innan skamms.
Iphone 4. Von er á iPhone 5 innan skamms. Reuters

Bandaríski tölvuframleiðandinn Apple hóf í gær að senda út boð til samkomu 4. október. Fundarefnið er sagt vera iPhone sími fyrirtækisins og er búist við að þar muni fyrirtækið kynna nýja gerð af símanum, iPhone 5.

Tæknivefurinn  AllThingsD segir, að Tim Cook, nýr forstjóri Apple, muni stýra fundinum þar sem Apple 5 verður kynntur. Cook, sem er fimmtugur, tók nýlega við af Steve Jobs sem hefur átt við erfið veikindi að stríða. 

Gengi bréfa Apple hækkaði lítillega í gærkvöldi eftir að fréttir bárust um fundinn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert