2005 YU55 heimsækir jörðina

Smástirni. Mynd úr myndasafni.
Smástirni. Mynd úr myndasafni. Reuters

Smástirnið 2005 YU55 mun fara framhjá jörðu næstkomandi þriðjudag. Engin hætta er talin stafa af smástirninu, en bandarískir vísindamenn munu þó fylgjast grannt með ferðum þess og hafa sett upp stjörnusjónauka í þeim tilgangi.

Smástirnið er um 400 metrar í þvermál og mun ferðast á milli jarðar og tungls, í um 325.000 kílómetra fjarlægð frá jörðu. Það verður næst jörðu klukkan 23:28 að íslenskum tíma, en áhugasamir verða að rýna í gegnum stjörnukíki, vilji þeir sjá það.

Meira en þrjátíu ár eru síðan jafn stórt smástirni hefur farið svo nálægt jörðu. Næst mun það gerast árið 2028.

Hópur vísindamanna varð fyrst var við 2005 YU55 árið 2005 og síðan þá hefur verið fylgst grannt með smástirninu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert