Fiseindir ferðast hraðar en ljósið

Öreindahraðall CERN.
Öreindahraðall CERN. Reuter

Vísindamenn, sem tilkynntu í september síðastliðinum að fiseindir gætu ef til vill ferðast hraðar en ljósið, hafa nú framkvæmt endurbætta útgáfu tilraunar sinnar og staðfest tilgátuna.

Frekari tilraunir verða gerðar á næsta ári, af öðrum aðilum, til þess að sanna niðurstöðu vísindamannanna, en reynist þeir hafa rétt fyrir sér, hefur afstæðiskenningu Alberts Einsteins verið kollvarpað, en samkvæmt henni getur enginn hlutur farið hraðar en ljósið.

Upphaflega tilraunin fór fram í 732 km langri braut milli CERN, Evrópsku rannsóknarmiðstöðvarinnar í öreindafræði í Genf, og ítalskrar rannsóknarstöðvar. Bentu mælingar til þess að að fiseindirnar færu þessa leið á tíma sem er 60 nanósekúndum minni er sá sem reiknast út frá ljóshraða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert