Framleiða rafmagn úr metangasi

Metangas frá sorphaugum í Durban, þriðju stærstu borg S-Afríku, dugar til að framleiða rafmagn fyrir 4000 þúsund heimili. Árangur af verkefninu þykir góður.

Íslendingar þekkja ágætlega hvernig hægt er að nýta metangas frá sorphaugum, en hér á landi er það notað til að knýja bíla. Í Durban er metangasið notað til að framleiða rafmagn. Mikil ánægja er með hvernig tekist hefur til með þetta verkefni. Tekist hefur að breyta sorpi í verðmæta afurð, losna um leið við lykt og jafnframt skapa störf við orkuverið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert