Tölvuglæpir sækja í sig veðrið

Reuters

Ríflega þriðja hvert fyrirtæki hefur orðið fyrir fjársvikum það sem af er ári, samkvæmt nýrri skýrslu sem PricewaterhouseCoopers (PwC) kynnti í dag. Um er að ræða rannsókn í 78 löndum. Eru það einkum tölvuglæpir sem gera fyrirtækjum lífið leitt.

Um 34% af þeim 3.877 fyrirtækjum sem haft var samband við sögðust hafa verið fórnarlömb fjársvika undanfarið ár. Eru það einkum stórfyrirtæki sem verða fyrir barðinu á fjársvikurum.

Mikil aukning hefur orðið í sviksamlegum millifærslum og hafði 10% fyrirtækjanna tapað yfir fimm milljónum Bandaríkjadala í hendur fjársvikara.

Um 23% fyrirtækjanna hafði orðið fyrir barðinu á tölvuglæpum sem er mikil aukning frá fyrri rannsóknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert