Setja þak á gagnanotkun

Reuters

Síminn hefur nú sett þrepaskipt þak um allan heim á gagnanotkun viðskiptavina sinna sem nota farsíma á ferðalögum. Þetta þýðir að lokað er á gagnanotkun viðskiptavina Símans sem staddir eru erlendis þegar hún er komin upp í 10 þúsund krónur.

Slíkt þak hefur verið til staðar þegar fólk ferðast innan Evrópu um nokkurt skeið en nú gildir þetta einnig um öll önnur lönd í heiminum þar sem Síminn er með reikisamninga. 

„Þegar lokast fyrir gagnanotkun fær viðskiptavinurinn SMS-skilaboð í farsímann og honum er boðið að hækka þakið upp í næsta þrep sem er 15 þúsund krónur. Fyrstu SMS-skilaboðin berast þegar 80% af þaki gagnanotkunar er náð og aftur þegar 100% þaki hefur verið náð. Viðskiptavinur getur ávallt haft samband við Símann og fest þakið í hærri upphæðum en ekki verður lengur unnt að opna fyrir ótakmarkaða reikinotkun,“ segir í tilkynningu frá Símanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert