Pylsuát eykur líkur á krabbameini

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Ómar

Það að snæða reglulega pylsur, paté og aðrar unnar kjötvörur eykur töluvert líkur fólks á að fá krabbamein í brisi. Þetta er niðurstaða sænskrar rannsóknar sem var nýlega birt í fagritinu British Journal of Cancer.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að fyrir hver 50 grömm af unnum kjötvörum sem fólk borðar á hverjum degi aukast líkurnar á krabbameini um 20%. Ein pylsa inniheldur um það bil 50 grömm af unnu kjöti og því má ætla að einstaklingur sem borðar fimm pylsur á dag tvöfaldi líkurnar á því að hann veikist af krabbameini í brisi.

Kjötið sjálft er þó ekki sökudólgurinn heldur þau bæti- og rotvarnarefni sem unnar kjötvörur innihalda, þá einkum nítrít. Nítrít er að finna í flestum unnum kjötvörum en þau lengja neyslutíma kjötsins og koma einnig í veg fyrir að Botulinum-eitrun myndist í því.

Nánar má lesa um málið á vef sænsku fréttasíðunnar The Local.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Antiksalan
Antíkhúsgögn og munir í úrvali. Skoðið heimasíðuna. Erum á Facebook. Opið frá kl...
Atvinnuhúsnæði til leigu í 108 Reykjavík
Gott skrifstofuhúsnæði á jarðhæð um 190 m2. Í sama húsi er til leigu 200 m2 lage...
Hornborð til sölu
Eikar borð til sölu ,stærð 65x65 cm. hæð,45 cm. Er í Kópavogi aðeins 3,000,- kr...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
 
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...