Pylsuát eykur líkur á krabbameini

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Ómar

Það að snæða reglulega pylsur, paté og aðrar unnar kjötvörur eykur töluvert líkur fólks á að fá krabbamein í brisi. Þetta er niðurstaða sænskrar rannsóknar sem var nýlega birt í fagritinu British Journal of Cancer.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að fyrir hver 50 grömm af unnum kjötvörum sem fólk borðar á hverjum degi aukast líkurnar á krabbameini um 20%. Ein pylsa inniheldur um það bil 50 grömm af unnu kjöti og því má ætla að einstaklingur sem borðar fimm pylsur á dag tvöfaldi líkurnar á því að hann veikist af krabbameini í brisi.

Kjötið sjálft er þó ekki sökudólgurinn heldur þau bæti- og rotvarnarefni sem unnar kjötvörur innihalda, þá einkum nítrít. Nítrít er að finna í flestum unnum kjötvörum en þau lengja neyslutíma kjötsins og koma einnig í veg fyrir að Botulinum-eitrun myndist í því.

Nánar má lesa um málið á vef sænsku fréttasíðunnar The Local.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Gleraugu - töpuðust í Galtarlækjarskógi
Gleraugu (Ray Ban) Svört spöng - karlmanns - Týndust í útilegu í Galtarlæk þann...
Húsnæði óskast til leigu
Hjón á sextugsaldri óska eftir góðu húsnæði með a.m.k. þremur svefnherbergjum. L...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...