Pylsuát eykur líkur á krabbameini

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Ómar

Það að snæða reglulega pylsur, paté og aðrar unnar kjötvörur eykur töluvert líkur fólks á að fá krabbamein í brisi. Þetta er niðurstaða sænskrar rannsóknar sem var nýlega birt í fagritinu British Journal of Cancer.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að fyrir hver 50 grömm af unnum kjötvörum sem fólk borðar á hverjum degi aukast líkurnar á krabbameini um 20%. Ein pylsa inniheldur um það bil 50 grömm af unnu kjöti og því má ætla að einstaklingur sem borðar fimm pylsur á dag tvöfaldi líkurnar á því að hann veikist af krabbameini í brisi.

Kjötið sjálft er þó ekki sökudólgurinn heldur þau bæti- og rotvarnarefni sem unnar kjötvörur innihalda, þá einkum nítrít. Nítrít er að finna í flestum unnum kjötvörum en þau lengja neyslutíma kjötsins og koma einnig í veg fyrir að Botulinum-eitrun myndist í því.

Nánar má lesa um málið á vef sænsku fréttasíðunnar The Local.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Iðnaðarhúsnæði óskast.
Erum að leita af iðnaðarhúsnæði til leigu, 200-400m2 á höfuðborgarsvæðinu með há...
Dúskar ekta Þvottabjörn og Silfurrefur
Er með mikið úrval af dúskum á húfur með smellum get sent myndir fleiri litir í ...
 
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...