Hærri dánartíðni hjá þeim sem taka svefnlyf

Fólk á miserfitt með að sofna.
Fólk á miserfitt með að sofna. Reuters

Þeir sem taka inn svefnlyf eru í mun meiri hættu á að deyja en þeir sem ekki taka slík lyf. Dánartíðnin er þrefalt hærri hjá þeim sem taka 18 slíkar töflur á ári.

Þetta eru niðurstöður í rannsókn sem BMJ Open birti í vikunni. Rannsóknin náði til 10.529 einstaklinga sem tóku svefnlyf og 23.676 einstaklinga sem ekki tóku slík lyf. Meðalaldur hópanna var 54 ár.

Í rannsókninni var borin saman dánartíðni hópanna. Þeir sem höfðu tekið allt að 18 svefntöflur á ári voru þrisvar sinnum líklegri fyrir að látast en þeir sem ekki tóku svefnlyf. Þeir sem tóku 18-132 svefntöflur á ári voru fjórum sinnum líklegri til að deyja. Einnig fundust tengsl milli mikillar notkun á svefntöflum og krabbameins (hlutfallið var 1,35).

Rannsakendur taka skýrt fram að ekki sé hægt að fullyrða að aukin dánartíðni stafi af notkun svefnlyfja því að í rannsókninni hafi ekki verið reynt að svara spurningunni hvers vegna dánartíðnin er hærri. Rannsóknin hafi einungis sýnt fram á að dánartíðin er hærri. Rannsakendur benda á að reykingar, áfengisneysla og ofþyngd geti ásamt fleiru skýrt hærri dánartíðni.

Rannsókn BMJ Open

mbl.is

Bloggað um fréttina

VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Ford Transit árg. 2008 til sölu. Allar
Ford Transit árg. 2008 til sölu. Allar upplýsingar í síma 841 9208 og 845 4150....
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Bræðraborgarstígur 49
Til langtímaleigu 2ja herbergja 52 fm íbúð í Reykjavík (101). Leiga 170 þús/mán...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...