Nagladekk ógna heilsunni

Gulur himinn - Í kyrru veðri er stundum mengunarslikja yfir ...
Gulur himinn - Í kyrru veðri er stundum mengunarslikja yfir Reykjavík. Mbl.is/Ómar Óskarsson

Ný sænsk rannsókn hefur leitt í ljós að rekja má dauða á milli 30 til 40 manns í Stokkhólmi á ári til notkunar nagladekkja. Eitraðar agnir, sem tætast upp undan nagladekkjum á malbiki, eru ekki aðeins hættulegar öndunarfærunum, samkvæmt rannsókninni, heldur geta þær líka valdið blóðtappa og hjartaáfalli.

Dagens Nyheter segir frá niðurstöðum rannsóknarinnar í dag. Þar segir að vísindamenn hafi lengi deilt um hvort eituragnir í malbiki séu beinlínis skaðlegar eða ekki. Með rannsókninni, sem framkvæmd var við Umeå-háskóla í Svíþjóð, er sú deila útrædd að sögn DN.se.  
Þetta er fyrsta rannsóknin í heiminum þar sem sýnt er fram á tengsl milli svifryks og dánartíðni, en dauðsföll í Stokkhólmi voru rannsökuð með hliðsjón af mengun í borginni.

„Agnirnar geta haft áhrif á hjartslátt og blóðtappamyndun. Þess vegna er fólk með hjarta- og kransæðavanda í sérstökum áhættuhópi vegna rykmengunar,“ hefur Dn.se eftir Bertil Forsberg, prófessor í umhverfislæknisfræði við Umeå-háskóla.

Andrúmsloftið í Stokkhólmi er mengaðast á vorin, samkvæmt rannsókninni, þegar vegirnir þorna og svifrykið þyrlast upp og fer í öndunarfærin. Nagladekk hafa verið bönnuð á ákveðnum svæðum í Stokkhólmi, Uppsölum og Gautaborg. Sænsku vísindamennirnir hvetja til þess að það sama verði gert víðar til þess að draga úr svifryksmengun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Hársnyrtistóll með pumpu
Góður og þægilegur hársnyrtistóll auðvelt að skipta um áklæði. Verðhugmynd 15-20...
Fjórir stál-stólar - nýtt áklæði. Þessir gömlu góðu
Er með fjóra íslenska gæða stálstóla, nýklædda á 8.500.kr Sími 869-2798 STYKKI...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
 
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...