Fleiri of feitir en áður var talið

BMI-þyngdarstuðullinn er oft notaður til að greina offitu.
BMI-þyngdarstuðullinn er oft notaður til að greina offitu. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Offituvandinn í Bandaríkjunum gæti verið stærri en áður var talið, segja vísindamenn. Það væri ekki fullnægjandi að nota aðeins þyngdarstuðul (BMI) til að ákvarða offitu þar sem rannsókn þeirra leiddi í ljós að allt að 39% þeirra sem væru ekki skilgreindir nú sem of feitir væru það í raun og veru. Þeir sögðu einnig að það gengi verr að berjast gegn offitu en talið hefur verið.

Þyngdarstuðullinn (BMI, body mass index) er fundinn þannig að þyngd (í kg) er deilt með hæð (í metrum) í öðru veldi. Þeir sem fá út stuðulinn 18,5-24,9 eru í eðlilegri þyngd, 25-29,9 þýðir að viðkomandi sé of þungur en þeir sem eru með stuðul yfir þrjátíu eru of feitir. Talið er að um þriðjungur Bandaríkjamanna þjáist af offitu.

Önnur leið til að greina offitu er að mæla fituhlutfallið. Eru mörkin þá sett við 25% hjá körlum og 30% hjá konum, mælist hlutfallið hærra er viðkomandi of feitur.

Dr. Eric Braverman, einn þeirra sem stóðu að rannsókninni, segir þyngdarstuðulinn ekki nægilega góðan til að greina offitu. Hann eigi það til að greina ekki fólk, sem þjáist af offitu, sem of þungt. Fitumælingin sé mun betri þar sem hún sýni hvernig fitan dreifist.

Í rannsókninni skoðuðu vísindamenn við New York University School of Medicine og Weill Cornell Medical College í New York fitumælingar og þyngdarstuðla 1.393 manna og kvenna. Yfirleitt voru mælingarnar tvær samhljóða en í 39% tilvika gaf fituprósentan til kynna að viðkomandi væri of feitur á meðan þyngdarstuðullinn gerði það ekki.

Misræmið var helst að finna á meðal kvenna og varð meira eftir því sem konurnar voru eldri. Talið er að það útskýra með vöðvarýrnun sem eykst með aldrinum.

Vísindamennirnir mæla með því að mörkin, sem tákni offitu samkvæmt þyngdarstuðlinum, verði færð úr 30 í 24 fyrir konur og 28 fyrir karla. Samkvæmt breyttu mörkunum væru 64% bandarískra kvenna, 99,8 milljónir, of feit.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Lok á heita potta - 1
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Varmadæla til sölu,loft í loft japönsk gæði.
Mitsubishi varmadæla lítið notuð eins og ný, tilboð óskast. uppl.8691204,,eða,...
NP Þjónusta Tek að mér bókanir og umsjá
NP Þjónusta Tek að mér bókanir og umsjá breytinga. Hafið samband í síma 649-6134...
peningaskápur eldtraustur með nýjum talnalás
peningaskápur til sölu nýr talnalás. kr.45,000,- uppl. 8691204 Br,58cm Hæð...
 
Aflagrandi 40 við byrjum daginn á opnu
Félagsstarf
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Leiðsögumaður
Ferðaþjónusta
Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...