Seldu falsað krabbameinslyf

Eftirlíkingar af krabbameinslyfinu Avastin voru seldar í Bandaríkjunum.
Eftirlíkingar af krabbameinslyfinu Avastin voru seldar í Bandaríkjunum. AP

Nýverið komst upp um sölu á fölsuðu krabbameinslyfi á Bandaríkjamarkaði. Lyfið mun vera skaðlaust, en inniheldur engin virk efni til lækningar. Það heitir ýmist Avastin eða Altuzan og er ætlað til innsprautunar.

Stutt er síðan áþekkt mál kom upp í Bandaríkjunum

Lyfið er notað til að meðhöndla krabbamein í ristli, lungum, nýrum, brjóstum og eggjastokkum og er meðal mest seldu lyfja lyfjafyrirtækisins Roche. Ekki er vitað hvaðan falsaða lyfið kom, en því var dreift af virtum lyfjafyrirtækjum. Ekki liggur fyrir hversu margir tóku inn lyfið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert