Risavaxinn fljótandi sorphaugur

Horft yfir Kyrrahafið frá San Francisco í Bandaríkjunum.
Horft yfir Kyrrahafið frá San Francisco í Bandaríkjunum. AFP

Vísindamenn við Kaliforníuháskóla segja að plastruslahaugurinn sem nú flýtur á norðanverðu Kyrrahafinu sé nú 100 sinnum stærri en hann var fyrir 40 árum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem verður birt á morgun.

Vísindamennirnir segja ennfremur að sú hætta sé fyrir hendi að plast sem sé minna en 5 millimetrar að lengd (e. microplastic) ógni lífríki hafsins.

Á milli áranna 1972 til 1987 fundust engar svo smáar agnir í meirihluta þeirra sýna sem voru tekin á tímabilinu. Þetta kemur fram í rannsókninni sem er birt í vísindariti Royal Society, sem nefnist Biology Letters.

Í dag telja vísindamenn að ruslahaugurinn sé álíka stór og Texas, en hann kallast á ensku Great Pacific Garbage Patch.

Vísindamennirnir við Kaliforníuháskóla segja að smágerðar plastagnir sem maðurinn framleiðir séu nú 100 sinnum fleiri í haugnum en þær voru fyrir fjórum áratugum.

Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna segir að um það bil 13.000 plasteiningar sé að finna í hverjum einasta ferkílómetra í hafinu. Vandamálið sé hins vegar langmest í Norður-Kyrrahafi.

Fuglar og dýr í hafinu gleypa agnirnar sem eru sumar hverjar mjög fullar af eitruðum efnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Dúskar með smellu Þvottabjörn
Til sölu mjög fallegir dúskar ekta þvottabjarnaskinn eru með smellu verð 1800kr ...
VW TOUAREG
VW TOUAREG ÁRG. 2004, GYLLTUR, TVEIR EIGENDUR, LJÓST LEÐUR, V8 SJÁLFSK., EK. 142...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
 
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...