Rússar senda þrjá út í geim

Þrír geimfarar, tveir Rússar og einn Bandaríkjamaður, lögðu upp í geimferð til Alþjóðageimstöðvarinnar í morgun. Farartækið var rússnesk geimflaug af gerðinni Soyuz og þetta er fyrsta mannaða geimför Rússa í fimm mánuði.

Rússar eru nú eina þjóðin sem getur sent geimfara til Alþjóðageimstöðvarinnar.

Allt í allt verða geimfararnir, þeir Joseph Acaba, Gennadí Padalka og Sergei Revin, úti í geimnum í 126 daga og stendur til að þeir geri 40 tilraunir af ýmsum toga.

Flauginni var skotið á loft frá Baikonur-skotpallinum í Kasakstan og gekk geimskotið eins og best verður á kosið. Búist er við að geimfararnir komist á áfangastað á fimmtudagsmorgun, en áætlaður ferðatími er tveir sólarhringar. Þrír geimfarar eru fyrir í geimstöðinni; Rússinn Oleg Kononenko, bandaríski geimfarinn Don Pettit og Hollendingurinn Andre Kuipers. Þeir hafa verið í stöðinni í næstum því fimm mánuði, síðan í desember.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda
ANTIKSALAN
Stólar og borð Klukku- og stjakasett B&G; postulín í ...
KOMDU Í BÍLÓ!
Allskonar bílar til sölu. Sjáðu þessa til dæmis! Upplýsingar á www.BILO.is - s. ...
DÖMUSTÍGVÉL
Teg: 1549 Flott dömustígvél úr leðri, fóðru...
ÍBÚÐIR TIL LEIGU
Íbúðir til leigu 2 íbúðir, hæð og ...
 
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlu...
Félagsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félagsfundur Boðað er...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Stuðlar: starfsmaður á lokaða deild
Önnur störf
Fossaleynir 17 (Grafarvogi), 112 Reykjav...