Alþjóðlegt Rúbik-mót á Íslandi

Stórt alþjóðlegt Rúbik-mót verður haldið á Íslandi í júní. Þar verður keppt í ýmsum greinum tengdum því að leysa Rúbik-teninga.

Meðal keppnisgreina má nefna Rubik's Magic Master, leysa Rubik-tening með einni hendi, leysa tening blindandi og hefðbundin keppni í 4x4 teningi, 2x2 teningi og 5x5 teningi. Því ættu allir Rubik-aðdáendur að finna eitthvað við sitt hæfi. Hægt er að skrá sig á mótið fram til 8. júní þegar það hefst.

Meðal keppenda á mótinu eru Henrik Buus Aagaard frá Danmörku en hann er núverandi heimsmeistari í að leysa Rubik-teninga með fótunum. Meðaltími hans er 43,05 sekúndur. Hann er einnig einn af fáum sem hafa náð að leysa Rubik 5x5x5 tening blindandi. Hann hefur náð því á einni mínútu og 38 sekúndum.

Einnig mætir Clément Gallent frá Frakklandi til leiks en hann er í 3. sæti heimlistans í að leysa teninginn í eins fáum hreyfingum og mögulegt er. Hann leysti eitt sinn Rubik-tening í 24 hreyfingum.

Þá keppir Hilmar Magnússon, sem er Íslandsmeistari í flestum Rubik-keppnisþrautum. Hann er núna búsettur erlendis en kemur heim til að taka þátt í keppninni.

Skrá sig til þátttöku

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert