Alþjóðlegt Rúbik-mót á Íslandi

Stórt alþjóðlegt Rúbik-mót verður haldið á Íslandi í júní. Þar verður keppt í ýmsum greinum tengdum því að leysa Rúbik-teninga.

Meðal keppnisgreina má nefna Rubik's Magic Master, leysa Rubik-tening með einni hendi, leysa tening blindandi og hefðbundin keppni í 4x4 teningi, 2x2 teningi og 5x5 teningi. Því ættu allir Rubik-aðdáendur að finna eitthvað við sitt hæfi. Hægt er að skrá sig á mótið fram til 8. júní þegar það hefst.

Meðal keppenda á mótinu eru Henrik Buus Aagaard frá Danmörku en hann er núverandi heimsmeistari í að leysa Rubik-teninga með fótunum. Meðaltími hans er 43,05 sekúndur. Hann er einnig einn af fáum sem hafa náð að leysa Rubik 5x5x5 tening blindandi. Hann hefur náð því á einni mínútu og 38 sekúndum.

Einnig mætir Clément Gallent frá Frakklandi til leiks en hann er í 3. sæti heimlistans í að leysa teninginn í eins fáum hreyfingum og mögulegt er. Hann leysti eitt sinn Rubik-tening í 24 hreyfingum.

Þá keppir Hilmar Magnússon, sem er Íslandsmeistari í flestum Rubik-keppnisþrautum. Hann er núna búsettur erlendis en kemur heim til að taka þátt í keppninni.

Skrá sig til þátttöku

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda
MMC Outlander 2004 ný skoðaður 2015. Skipti á stærri jeppa
Flottur Outlander 4x4 ek, 173Þ með öllu. Sjálfsk, leður, 2 sóllúgur,dráttarbeisl...
ÞJÓÐLAGAGÍTARPAKKI
Þjóðlagagítarpakki: kr. 23.900. Gítar, poki, ...
SUZUKI JIMNY JLX Vel útbúinn Ath skipti
Glæsilegt vel með farið eintak af Suzuki JIMNY JLX. Nýleg stærri dekk 16" og álf...
Bókhaldsnámskeið fyrir iðnaðarmanninn
Hópkaupstilboð sem þú ættir ekki að missa af!...
 
Skipulagsmál
Tilkynningar
Skipulagsmál í Vesturbyg...
Starfsfólk óskast - sendibílar reykjavík
Akstur
Bílstjórar óskast Óskum eftir tveimur...
Intellecta
Sérfræðistörf
Microsoft sérfræðingur Fjölnet ehf. ...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Lögmannafélag Íslands AÐALFUNDUR ...