CCP kynnti EVE Online og DUST á E3

CCP tók í vikunni þátt í stærstu tölvuleikjaráðstefnu heims, E3 (Electronic Entertainment Expo), í Los Angeles. Rúmlega 20 starfsmenn fyrirtækisins voru þar staddir við að kynna nýjasta leik fyrirtækisins, fjölspilunar skotleikinn DUST 514, og nýja viðbót við geimleikinn EVE Online sem ber heitið Inferno.

Fram kemur í tilkynningu að  CCP hafi veirð með sérhannað herbergi í ráðstefnuhöllinni Los Angeles Convention Center til að taka á móti  blaðamönnum og starfsmönnum leikjaiðnaðarins. Lokadagur ráðstefnunnar var í gær.

„Lögð var áhersla á að kynna DUST 514 fyrir blaðamönnum og leyfa þeim að prufa leikinn. Í kjölfar þess hafa þegar hafa borist fjölmargar jákvæðar umfjallanir í fjölmiðlum. Leikurinn var valinn einn af efnilegustu gróðavænlegustu leikjum ráðstefnunnar, E3 Most Valuable Game Awards, og tilnefndur til verðlauna hjá leikjasíðunni IGN sem besti skotleikurinn,“ segir í tilkynningu.

DUST 514 er væntanlegur á markað síðar í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert