Sala heimiluð á nýju offitulyfi

Reuters

Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnunin heimilaði í gær sölu á nýju offitulyfi. Þrettán ár eru liðin frá því slíkt lyf kom síðast á markað í Bandaríkjunum.

Lyfjafyrirtækið Arena Pharmaceuticals framleiðir lyfið, sem verður selt undir nafninu Belviq. Lyfjastofnunin segir í tilkynningu, að lyfið verki á sameindir í heilanum og dragi úr matarlyst.

Rannsóknir sýndu, að sjúklingar sem notuðu lyfið léttust að jafnaði um 3-3,7% meira á ári en sambærilegur hópur, sem notaði lyfleysu.

Lyfið er ætlað þeim, sem þjást af offitu og að minnsta kosti einum sjúkdómi sem rekja má til offitu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert