Glasabörnin orðin fimm milljónir talsins

Fimm milljónir barna hafa fæðst í heiminum undanfarna áratugi með …
Fimm milljónir barna hafa fæðst í heiminum undanfarna áratugi með aðstoð tækninnar. AFP

Fimm milljón glasabörn hafa fæðst í heiminum frá því fyrsta glasabarnið, Louise Brown, leit dagsins ljós í Bretlandi í júlímánuði 1978. Móðir hennar, Leslie Brown, lést nýverið.

Á ráðstefnu sem nú stendur yfir í Tyrklandi þar sem rætt er um tæknifrjóvganir vara sérfræðingar fólk við því að treysta of mikið á tæknifrjóvganir ef barneignum er frestað, samkvæmt frétt á vef BBC.

Á vef BBC kemur fram að glasafrjóvganir heppnist í 33,1% tilvika hjá konum yngri en 35 ára. Á aldrinum 35-37 ára lækkar hlutfallið í 27,2%, 19,3% þegar konur eru á aldrinum 38-39 ára og þegar konur eru á aldrinum 40-42 ára heppnast glasafrjóvgun einungis hjá 12,5% kvenna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert