Fólk verður miðaldra eftir 55 ára

Miðaldra fólk?
Miðaldra fólk?

Fólk verður miðaldra mun seinna á lífsleiðinni en áður hefur verið talið, eða um 55 ára aldur. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem vefsíðan Love to Learn gerði og greint er frá á vefsíðu BBC.

Bretar líta hins vegar ekki á sig sem eldri borgara fyrr en um sjötugt, að því er fram kemur í könnun sem gerð var á meðal 1.000 Breta, 50 ára og eldri. Fyrri kannanir hafa sýnt að fólk teljist miðaldra eftir að hafa náð 36 ára aldri.

Þetta styður þá kenningu að eftir því sem þjóðir eldast breytist tilfinning þeirra fyrir aldursflokkum sem viðteknir eru í samfélögum. Í Bretlandi eru t.d. fleiri eldri en 65 ára en yngri en 16 ára. Einn af hverjum fimm sem þátt tóku í könnuninni segja að fólk verði ekki miðaldra fyrr en eftir sextugt. Sama hlutfall telur að það að verða miðaldra sé afstætt hugtak.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert