Ljón flutt með flugvél

Það voru óvenjulegir farþegar um borð í flugvél sem flaug frá Suður-Afríku til nágrannalandsins Malaví í vikunni. Um borð voru ljón og steinsváfu þau alla ferðina. Þjóðgarðar í Suður-Afríku eru margir hverjir fullir af ljónum en slíku er ekki að fagna í Malaví. Nú er verið að reyna að fjölga ljónum þar í landi og því var brugðið á það ráð að fljúga með þau yfir landamærin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert