Nóbel í efnafræði til Bandaríkjanna

Robert Lefkowitz og Brian Kobilka
Robert Lefkowitz og Brian Kobilka AFP

Bandarísku efnafræðingarnir Robert Lefkowitz og Brian Kobilka fá Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár fyrir að hafa varpað ljósi á hvernig milljarðar fruma í líkama okkar skynja umhverfið.

Tilkynnt var um verðlaunin í Stokkhólmi í morgun en þeir fá verðlaunin afhent þann 10. desember nk. á fæðingardegi Alfreðs Nóbels.

Nóbelsnefndin í Stokkhólmi skýrði frá því í gær að Frakkinn Serge Haroche og Bandaríkjamaðurinn David Wineland myndu skipta með sér verðlaununum í eðlisfræði. Þeir eru sagðir hafa með rannsóknum sínum í skammtafræði hafa „gert kleift að taka fyrstu skrefin að því takmarki að búa til nýja gerð af ofurhraðvirkum tölvum sem byggjast á skammtafræði“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert