Hvalur hermdi eftir mannsröddum (myndband)

Mjaldur (e. Beluga whale).
Mjaldur (e. Beluga whale).

Mjaldur, sem er hvítur hvalur, hermir eftir mannsröddinni. Svo vel tekst honum til að kafarar hafa talið sig heyra í fólki er mjaldur er í nánd. „Röddin“ líkist því helst að einhver sé að syngja í sturtu eða sænska kokknum í Prúðuleikurunum.

Rannsókn þessa efnis var birt á vefsíðu Current Biology í gær. Vísindamenn við Sjávarspendýrastofnunina í San Diego tóku upp hljóð karlkyns mjaldurs í dýragarði. 

Vísindamennirnir telja að nálægð þessa hvals við menn hafi orðið til þess að hann fór að herma eftir mannsrödd. Hann hætti því þó eftir nokkur ár og fór þá aðeins að gefa frá sér hvalahljóð. Dýrið drapst fyrir nokkrum árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert