Loftsteinadrífa yfir Íslandi

Loftsteinninn yfir Perth í Ástralíu.
Loftsteinninn yfir Perth í Ástralíu. AFP

Aðfaranótt næsta laugardags nær loftsteinadrífan Leonítar hámarki. Leonítar eru með þekktustu loftsteinadrífum himins eins og sagt er frá í nýjasta vefþætti Sjónaukans sem finna má á Stjörnufræðivefnum.

 Þegar best lætur mun fólk geta séð nokkra tugi loftsteina á klukkustund stefna úr sigðinni í stjörnumerkinu Ljóninu. Ekki er bjart af tungli að þessu sinni svo aðstæður eru hinar ákjósanlegustu.

Sævar Helgi Bragason hjá Stjörnufræðivefnum segir að drífan muni sjást á Íslandi og best er að horfa seint um nóttina þegar Ljónið er komið upp á himininn. „Það er tvennt sem þarf til að sjá þetta, gott veður og þolinmæði,“ segir Sævar.

Fyrir utan loftsteinadrífuna er margt annað að sjá á himninum eins og fram kemur í þættinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert