Tveggja metra há mörgæs

Adele-mörgæsir á Royds-höfða á Suðurskautslandinu.
Adele-mörgæsir á Royds-höfða á Suðurskautslandinu. AFP

Argentínskir vísindamen hafa fundið steingerving tveggja metra hárrar mörgæsar sem lifði á Suðurskautslandinu fyrir 34 milljónum ára.

Fornleifafræðingar við Náttúruminjasafnið í La Plata-héraði, þar sem höfuðborgin Buenos Aires er, segja að steingervingurinn hafi fundist í ís á Suðurskautslandinu.

„Þetta er stærsta mörgæs sem vitað er um, bæði hvað varðar hæð og þyngd,“ segir  Carolina Acosta. Hingað til hefur keisaramörgæsin verið talin sú stærsta en slíkar gæsir verða 1,2 metrar á hæð.

Stjórnandi rannsóknarinnar, Marcelo Reguero, segir að fundurinn kalli á frekari og flóknari rannsóknir á þessum forfeðrum nútíma mörgæsa.

Næsta sumar munu vísindamennirnir leita fleiri steingervinga hinnar nýfundnu tegundar.

Fyrri rannsóknir á steingerðum mörgæsum benda til að þær hafi ekki haft þær svörtu og hvítu fjaðrir sem einkenna mörgæsir í dag heldur hafi þær verið rauðbrúnar og gráar að lit.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert