Myglar ekki fyrr en eftir tvo mánuði

Brauð endist nú í tvo mánuði
Brauð endist nú í tvo mánuði AFP

Bandarískt fyrirtæki hefur þróað tækni sem gerir það að verkum að brauð helst myglulaust í sextíu daga.

Á fréttavef breska ríkisútvarpsins kemur fram að brauðið sé meðhöndlað í örbylgju sem eyðir gró sem myndar mygluna. Telur fyrirtækið að með þessari nýju tækni sé hægt að draga verulega úr því að brauð fari til spillis. Mun tæknin einnig henta vel til þess að halda kalkún, ávöxtum og grænmeti ferskum og myglulausum.

Samkvæmt frétt BBC er um 40% af öllum matvælum hent í Bandaríkjunum en það samsvarar um 165 milljörðum Bandaríkjadala. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert