Svona lítur jörðin út á nóttunni

Mynd sem NASA hefur birt sem sýnir jörðina að nóttu …
Mynd sem NASA hefur birt sem sýnir jörðina að nóttu til. AFP

Einn öflugasti gervihnöttur sem er í notkun, sem kallast Suomi, hefur sett saman mynd af jörðinni að nóttu til sem er án skýja. Myndin þykir tilkomumikil og er kölluð Svarti marmarinn.

Bandaríska geimvísindastofnunin skaut Suomi á loft í fyrra, en megintilgangur hans er að safna veðurfræðilegum upplýsingum.

Nánari upplýsingar ma sjá á heimasíðu NASA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert