Fleiri deyja vegna offitu en hungurs

Offita hrjáir heimsbyggðina sem aldrei fyrr.
Offita hrjáir heimsbyggðina sem aldrei fyrr.

Offita er nú stærsta heilsufarsvandamál heimsbyggðarinnar og veldur fleiri dauðsföllum en hungursneyð. Sífellt fjölgar þeim löndum þar sem offita ógnar lífi fólks. Þetta eru niðurstöður viðamikillar rannsóknar.

Rannsóknin nefnist Global Burden of Disease og er birt í nýjasta tölublaði breska læknatímaritsins The Lancet. Hún var unnin af 500 vísindamönnum frá 50 löndum á tímabilinu 1990 - 2010, Samkvæmt henni er offita vaxandi vandamál í öllum löndum heims, fyrir utan þau sem liggja sunnan við Sahara.

Til dæmis fjölgaði þeim íbúum í Mið-Austurlöndum, sem eru það feitir að það ógnar heilsufari þeirra, um 100% á árunum 1990 - 2010. 

Vestrænn lífsstíll sagður vera sökudólgurinn

„Hinn svokallaði vestræni lífsstíll breiðist út um heiminn og afleiðingarnar eru alls staðar þær sömu,“ sagði einn rannsakendanna, Ali Mokdad, í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN.

Meðal þeirra sjúkdóma sem geta leitt af offitu eru sykursýki, blóðtappi og ýmsir hjartasjúkdómar.

En ýmislegt jákvætt kemur líka fram í skýrslunni. Til dæmis að meðalævi íbúa jarðar lengdist á árunum 1990 - 2010, hjá körkum um 10,7 ár og hjá konum um 12,6 ár. Á móti kemur að meðaljarðarbúinn er veikur 14 síðustu æviárunum

Vestrænum neysluvenjum er kennt um vaxandi offitu í heiminum.
Vestrænum neysluvenjum er kennt um vaxandi offitu í heiminum. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert