Vilja neyðarplan vegna loftsteina

Bruce Willis lék hetju í Armageddon.
Bruce Willis lék hetju í Armageddon.

Í kvikmyndinni Armageddon þarf Bruce Willis að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir að loftsteinn rekist á jörðina. Nú vilja vísindamenn að neyðaráætlun verði gerð til að koma í veg fyrir að aðstæður skapist eins og lýst var í myndinni.

Þessi krafa er sett fram eftir að lofsteinn kom nálægt jörðinni á þriðjudag, aðeins tveimur dögum eftir að stjarnvísindamenn komu fyrst auga á hann. Annar lofsteinn sem er um 300 metrar í þvermál, mun koma enn nær jörðinni árið 2029. Engar líkur eru á að hann lendi í árekstri við plánetuna en hann mun koma nær en gervitungl eru jörðinni og sjást vel á himni.

Vísindamennirnir segja að ítarleg áætlun þurfi að vera til þar sem komið verði á fót kerfi sem betur getur fylgst með loftsteinum sem stefna að jörðinni. Þeir segja að örlítill möguleiki sé á að þyngdarafl jarðar trufli ferð lofsteinsins sem er væntanlegur árið 2029 svo að næst þegar hann komi nálægt jörðu á ferð sinni um geiminn, sem líklega gerist árið 2038, geti hann komið nær og jafnvel lent í árekstri við jörðina.

Sjá frétt Telegraph um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert