Andardráttur skemmir Tutankhamon

Múmía Tutankhamuns rannsökuð í grafhýsi hans við Luxor.
Múmía Tutankhamuns rannsökuð í grafhýsi hans við Luxor. ap

Grafhvelfing Tutankhamons í Luxor í Egyptalandi er að skemmast. Ástæðan er andardráttur ferðamanna sem þangað koma til að skoða múmíuna og minjarnar.

Árið 1922 fann fornleifafræðingurinn Howard Carter gröf Tutankhamons, sem var faraó í Egyptalandi fyrir um 3.000 árum. Þarna fundust ómetanlegir dýrgripir, eins og gullgríma Tutankhamons. Grafhýsið var óhreyft og því gaf þessi fundur gríðarlegar upplýsingar um ríkidæmi Egyptalands á þessum tíma.

Í frétt BBC um grafhýsið segir að listaverk á veggjum þess hafi ekkert skemmst í 3.000 ár en eftir að gröfin var opnuð fyrir 90 árum séu listaverkin farin að láta mikið á sjá og liggi raunar undir skemmdum.

Ástæðan er andardráttur frá þeim um þúsund ferðamönnum sem skoði minjarnar á hverjum degi. Andardrátturinn valdi því að hitastig og rakastig í grafhýsinu sé breytilegt. Þetta valdi þenslu í veggjunum og smátt og smátt skemmist listaverkin.

Gullgríma á kistu Tutankhamuns.
Gullgríma á kistu Tutankhamuns.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert