Þrefalt meiri líkur á blöðruhálskirtilskrabbameini

Betur gengur að greina blöðruhálskirtilskrabbamein nú en árið 1990.
Betur gengur að greina blöðruhálskirtilskrabbamein nú en árið 1990. AFP

Þrefalt meiri líkur eru á því að karlmenn greinist með blöðruhálskirtilskrabbamein á lífleiðinni nú en árið 1990. Er nú svo komið að einn af hverjum sjö má búast við því að fá meinið samkvæmt breskri rannsókn.

Árið 1990 dóu 29 af hverjum 100 þúsund manns úr meininu. Í dag deyja 24 af hverjum 100 þúsund. Betri lyf og nákvæmari próf sýna að meinið er fyrr greint nú en það var fyrir rúmum 20 árum. Af  þeim sökum gengur betur að eiga við meinið en áður. Lífslíkur þeirra sem fá sjúkdóminn nú eru um 20% meiri nú en þær voru árið 1990.

Þrátt fyrir það telur læknasamfélagið í Bretlandi greiningaraðferðir enn ófullnægjandi. „Sökum þess hve málaflokkurinn hefur lengi verið undirfjármagnaður eru greiningar og meðferðir við blöðruhálskirtilskrabbameini áratugum á eftir því sem þær ættu að vera,“ segir Malcolm Mason prófessor á miðstöð krabbameinsrannsókna í Bretlandi.


BBC segir frá.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert