Sætuefni auka líkur á sykursýki

Konur eru líklegri til þess að fá áunna sykursýki á …
Konur eru líklegri til þess að fá áunna sykursýki á lífsleiðinni ef þær drekka gosdrykki. mbl.is/Hjörtur

Konur sem drekka gosdrykki með sætuefnum eru líklegri til að fá áunna sykursýki heldur en þær konur sem drekka gosdrykki bragðbætta með sykri. Þetta er niðurstaða franskrar rannsóknar sem birt var í dag. Rannsóknin var unnin af heilbrigðis- og lyfjastofnun Frakklands, Institut national de la santé et de la rechersche médicale (Inserm).

Yfir 66 þúsund franskar konur tóku þátt í rannsókninni en fylgst var með heilsu þeirra í fjórtán ár. Konurnar voru miðaldra eða eldri þegar þær hófu þátttöku. 

Sykraðir gosdrykkir hafa áður verið tengdir við auknar líkur á því að fá áunna sykursýki en áhrif af neyslu á „léttum“ gosdrykkjum hefur hins vegar ekki áður verið tengd við áunna sykursýki.

Konur sem drukku gosdrykki, hvort sem þeir voru með sykri eða sætuefnum, eru líklegri til þess að fá sykursýki 2 á lífsleiðinni heldur en konur sem drekka ávaxtasafa sem ekki eru með sætuefnum, hvort sem það er sykur eða önnur sætuefni.

Niðurstaða rannsóknarinnar er birt í American Journal of Clinical Nutrition í dag.

Sjá nánar á frönsku hér

Sjá nánar á ensku hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert