För loftsteinsins kortlögð

Stjörnufræðingar hafa fundið hvaðan loftsteinninn kom sem sprakk fyrir ofan borgina Chelyabinsk nýverið. Um eitt þúsund manns slösuðust þegar meðal annars rúður brotnuðu við höggbylgjuna þegar hann lenti á jörðinni.

Notuðu þeir meðal annars myndskeið frá almenningi og umferðareftirlitsmyndavélar til þess að staðsetja leið loftsteinsins. Hægt er að skoða þetta á Arxiv vefnum, samkvæmt frétt BBC.

Fjölmargir tóku upp myndskeið á síma sína er steinninn sprakk í mörg hundruð eða þúsund mola.

Við þetta getur birta steinsins orðið mjög mikil, jafnvel slagað upp í birtu sólar og í sumum tilvikum orðið bjartari, að því er segir á Stjörnufræðivefnum.

„Við ferðalagið í gegnum lofthjúpinn og sprenginguna verður til öflug hljóðhöggbylgja. Hún berst jafnan tveimur til þremur mínútum síðar, allt eftir því í hvaða hæð steinninn er. Í Rússlandi barst hljóðhöggbylgjan þremur mínútum eftir að steinninn sást. Höggbylgjurnar geta komið fram á jarðskjálftamælum og verið mjög hættulegar eins og við sáum í Rússlandi.

Ef steinninn hefur hægt nægilega mikið á sér áður en hann springur geta smærri brot fallið til jarðar. Aftur eiga málmsteinar betri möguleika á því.

Brotin eru ekki ýkja hraðskreið þá. Þau falla álíka hratt og ef þau væru látin falla ofan af hárri byggingu — á um 100 til 200 km hraða á klukkustund eða svo. Vissulega hratt en ekkert í líkingu við upphafshraðann,“ segir á Stjörnufræðivefnum en þar er fjallað um loftsteininn sem sprakk yfir Rússlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert