Samkynhneigð pör við verri heilsu

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Hommar og lesbíur sem eru í samböndum eru við verri heilsu en gagnkynhneigð gift pör  samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn sem Reuters-fréttastofan greinir frá.

Höfundar rannsóknarinnar velta því fyrir sér hvort að lögleiðing hjónabands samkynhneigðra til jafns við gagnkynhneigða gæti bætt heilsu fólks.

Samkvæmt rannsóknum er gift fólk almennt við betri heilsu en einhleypir eða fráskildir jafnaldrar þeirra.

Hui Liu, aðstoðarprófessor Michigan-háskóla, og rannsóknarteymi hennar hófu að rannsaka heilsu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra para og komust að því að hjónaband skiptir máli hvað heilsufar varðar.

Ein niðurstaða rannsóknarinnar er sú að 61% líklegra er að hommar í samböndum glími við heilsufarsvanda en gagnkynhneigðir og giftir jafnaldrar þeirra. Þá eru lesbíur í samböndum 46% líklegri til að stríða við heilsubrest en gagnkynhneigðar, giftar jafnöldrur þeirra.

<div id="tt-wrapper"> <div id="tt-viewport"> Liu segir að verði hjónabönd samkynhneigðra lögleidd í fleiri ríkjum er hugsanlegt að heilsa samkynhneigðra batni. Nú ríki ójafnrétti í þessum málum en vitað er hjónaband bætir heilsuna.</div> <div> </div> <div>„Ef hjónaband bætir heilsuna er ástæða til þess að ætla að ef samkynhneigð pör fái að giftast batni heilsa þeirra,“ segir Liu.</div> </div>

Níu ríki Bandaríkjanna leyfa nú hjónabönd samkynhneigðra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert