Forvitni bilaði á Mars

Geimjeppinn Forvitni.
Geimjeppinn Forvitni. www.nasa.gov

Forvitni (e. Curiosity), könnunarjeppi bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, sem staddur er við rannsóknir á Mars, hefur nú verið kyrrsettur vegna bilunar í tölvubúnaði. Vísindamenn NASA leita nú leiða til að gera við geimjeppann frá jörðu.

Búist er við því að viðgerðin gangi hratt fyrir sig og að Forvitni verði kominn í fulla notkun innan örfárra daga.

Marsjeppanum var skotið á loft 26. nóvember árið 2011, hann lenti á Mars í ágúst í fyrra og er honum ætlað að rannsaka hvort aðstæður á Mars voru einhvern tímann, eða eru jafnvel í dag, heppilegar fyrir örverulíf. Að auki leitar hann vatns.

Þessi leiðangur NASA kostar um 2,5 milljarða Bandaríkjadollara. Í undirbúningi er að senda mannað geimfar til Mars.

Mynd tekin af geimjeppanum Forvitni á Mars.
Mynd tekin af geimjeppanum Forvitni á Mars. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert