Fundu steingerving sem líkist pelíkana

Steingervingurinn líkist pelíkana, en er þó mun stærri.
Steingervingurinn líkist pelíkana, en er þó mun stærri. HO

Steingervingur af stórum fugli sem líkist pelíkana hefur fundist í eyðimörk í Perú. Talið er að steingervingurinn sé um 35 milljón ára gamall.

Klaus Honninger, sem stjórnar hópi vísindamanna sem rannsakar steingervinginn, segir að fuglinn hafi verið meira en tveir metrar á hæð og hann líkist pelíkana.

Fuglinn er talinn hafa verið upp á Oligocene-tímabilinu sem spannar frá um 40-23 milljónum ára fyrir nútímann. Á þeim tíma voru til margar dýrategundir sem urðu útdauðar, en talið er að það hafi gerst vegna kólnunar jarðar og þurrka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert