Órangúti fæddist í dýragarði

Lítill órangúti.
Lítill órangúti. AFP

Órangúti með ættir að rekja til Borneo fæddist í dýragarði í Indónesíu. Fæðingin vekur von um að hægt verði að koma þessari tegund sem er í útrýmingarhættu til bjargar.

Kvenapinn Belia fæddist á laugardag í Semarang á eyjunni Jövu.

Móðirin Bella er 18 ára og faðirinn Billy er 20 ára. Nú eru fjórir órangútar í dýragarðinum. Parið átti annað afkvæmi árið 2007 en það drapst stuttu eftir fæðingu.

Talið er að um 45-69.000 villtir órangútar séu nú í heiminum. Þeir halda flestir til á Borneo. Þeim hefur fækkað hratt undanfarin ár, aðallega vegna þess að sífellt meira land er brotið undir landbúnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert