Þjóðarleiðtogar grípi til aðgerða í loftlagsmálum

Gervihnattamynd sem sýnir eldfjöllin Mauna Kea og Mauna Loa, sem …
Gervihnattamynd sem sýnir eldfjöllin Mauna Kea og Mauna Loa, sem er neðar á myndinni, á stærstu eyju Havaí, sem heitir einfaldlega Big Island. En þar fara mælingarnar fram. AFP

Vísindamenn hvetja þjóðarleiðtoga til að grípa til aðgerða í loftlagsmálum eftir að fréttir bárust af því að styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu fór í fyrsta sinn yfir 400 ppm (pars per million) í mannkynssögunni.

Þetta kom fram við mælingar bandarískrar vísindastofnunar sem fara daglega fram á Mauna Loa eldfjallinu á Havaí í Kyrrahafi. Þar hófust mælingar árið 1958 og hafa staðið yfir samfleytt frá þeim tíma. 

Sir Brian Hoskins, sem fer fyrir loftlagsrannsóknum hjá Royal Society í Bretlandi, segir að þessi tíðindi eigi að leiða til þess að ríkisstjórnir vakni og taki við sér.

Vísindamenn segja að koltvísýringur sem verði til af mannavöldum sé sú gróðurhúsalofttegund beri mesta ábyrgð á því að hitastig á jörðinni hafi farið hækkandi á undanförnum áratugum. Hún verður aðallega til við brennslu á jarðefnaeldsneyti, s.s. kolum, olíu og gasi.

Koltvísýringur í sögulegu hámarki

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert