iPhone 5 hægvirkasti snjallsíminn

Snjallsíminn Samsung’s Galaxy S4 er sá hraðvirkasti á markaðnum samkvæmt …
Snjallsíminn Samsung’s Galaxy S4 er sá hraðvirkasti á markaðnum samkvæmt tæknikönnun á vegum bresku neytendasamtakanna Which? mbl.is/Ernir Eyjólfsson

iPhone 5 er hægvirkasti snjallsíminn á markaðnum samkvæmt tæknikönnun á vegum bresku neytendasamtakanna Which? 

Skynews greinir frá

iPhone 5 sem er að öllum líkindum þekktasti snjallsími heims, varð sjöundi í röðinni af sjö vinsælustu snjallsímunum sem kannaði voru á tæknisíðunni Geekbench. 

Könnunin mælir örgjörva og minni snjallsímanna. Þeir fá stig eftir því hversu fljótir þeir eru að taka myndir, spila leiki og nota hin ýmsu öpp.   

Niðurstaða könnunarinnar sýndi að Samsung Galaxy S4 var nánast tvisvar sinnum hraðvirkari en síminn frá Apple. Samsung Note 2 var einnig hærri í goggunarröðnni hjá Geekbench. 

Sony, Google, Blackberry og HTC snjallsímar skoruðu einnig hærra en iPhone 5 fyrir notkun á leikjum, myndum og öppum. 

Niðurstaðan hlýtur að valda Bandaríska risanum vonbrigðum sem telur alla jafna að Apple vörur séu fremri en vörur allra keppinauta sinna.   „Apple hlýtur að bæta örgjörva næsta iPhone þegar næsti sími kemur á markað í haust,“ var haft eftir neytendasamtökunum Which? 

Eins og staðan er núna er Samsung’s Galaxy S4 sá hraðvirkasti á markaðnum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert